Reynisfjara er 180 kílómetra frá Reykjavík. Keyrt er á þjóðvegi 1 og farið inn afleggjara merktum Reynishverfi þar sem haldið er áfram alveg inn að ströndinni. Reynisdrangar standa í 66 metra hæð við ströndina og sagan segir að þeir séu möstur skipa sem tröll reyndu að stela en breyttust í stein við sólarupprás. Náttúran við Reynisfjöru er ein af náttúruperlum Íslands og hefur birst í fjölda tímarita, bóka og auglýsinga um heim allann.


Availability Calendar